Bekkjarblogg
6.2.07
Unnar - www
ritaði þetta kl. 13:11
Tölvu- og Internetnotkun barna og unglinga.

Í fréttablaðinu í dag er grein sem um tölvu- og netnotkun barna. Þar kemur fram að sumir foreldar banni börnum sínum að umgangast Internetið. Ég held því miður að þetta sé annsi algengt. Ég vann varkefni nýlega í skólanum sem studdi þetta. Ég ætla ekki að fara að taka nein dæmi úr verkefninu mínu enda skipta einstaka viðbrögð foreldrar ekki máli. Mín skoðun er sú að sumir foreldrar banni aðgang í skjóli vanþekkingar sinnar og eða vegna þess að þeir hreinlega gefi sér ekki tíma til að skoða þessi atriði með börnum sínum.
Heimili og skóli heldur úti vefnum saft.is sem er í sjálfu sér mjög fínn vefur. Ég velti hinsvegar fyrir mér hverju hann skilar. Ég ætla að þeir foreldrar sem á annað borð eru vakandi fyrir því sem getur gerst og eða gerist á Internetinu séu þeir sem skoði vefinn. Hinir sem í raun þyftu að kynnast málinu betur þekki ekkert til hans. Maður veltir fyrir sér hvað hægt er að gera til að bæta úr þessu. Mér er ekki kunnugt um hvað Heimili og skóli er að gera í að kynna málið en það eina sem ég hef séð frá þeim undanfarið er auglýsingin um drengin sem setur á netið leiðinlega fullyrðingu um vin sinn. Kemur nægilega fram þar hver auglýsir? Ég þurfti sérstaklega að gá að því og var Og Vodafone mest áberandi í auglýsingunni og taldi ég fyrst að þetta væri aðalega þeirra framlag.
Ég á ekki svar við þessum spurningum enda er ekki mitt hlutverk að svara þeim.

Nemendur á Tómstunda- og félagsmálabraut við Kennaraháskóla Íslands 2003-2007 Blogga!

Bekkjarfélagar
Andri
Guðbjörg
Halla
Helgi
Hjördís
Laufey
Ólöf
Selma
Silla
Steindór
Unnar
Unnur Björk

Hlekkir
Skólinn okkar
Ugla
WebCt

Nemendur sem hafa dottið af lestinni.
Þeirra er sárt saknað
Andri S
Aldí­s
Brynhildur
Eva
Guðrún ósk
Hafsteinn
Helga Margrét
Helga Vala
Hjálmar
Jóhanna
Lára
Margrét
Simmi
Steinar
Stulli
Svava
Unnur Ósk

Eldra
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 /


Knúið af Blogger