Unnar -
wwwritaði þetta kl. 12:08
Tillaga um útskriftarferðar kosningu.
Ég var að velta fyrir mér hvort við höfum þetta svolítið spennó. Hver og einn sendir á ákveðinn aðila topp þrjá staði sem hann/hún vill heimsækja. Gefum okkur að ég vildi helst fara til Færeyja mundi ég setja það efst á listan og kannski Grænland í annað sæti og Tonga í það þriðja. Þá fengju Færeyjar 3 stig osfr. Þessu verði td. gefinn mánaðar tími.
Þegar mánuðurinn er liðinn verður sett upp könnun hér á vefnum þar sem hægt verður að kjósa um top 5 löndin og svo verður farið að kanna hvað hægt er að gera.
Ég gæti tekið að mér að halda utanum þessa kosningu ef þið eruð til í þetta.
Unnar -
wwwritaði þetta kl. 09:35
Usss usss
Það er orðið annsi langt síðan við höfum komið með færlsur hérna.
Ég ætla að skella mér í smá tiltekt á síðunni, enda hefur eitthvað fækkað í hópnum hjá okkur.
Nú fer að styttast í það að náminu okkar fari að ljúka og flestir hafa mjög blendnar tilfinningar til þess. Ég held að við þurfum að fara að hugsa um útskriftarferð hvað að hverju.