Bekkjarblogg
21.3.07
Unnar - www
ritaði þetta kl. 09:14
Stéttarfélag!!!

Ég vildi vekja athyggli ykkar á lögum um stéttarfélög í lagasafni Alþingis.
Þegar við erum búin að rumpa af þessi lokaverkefni verðum að hefja vinnu við stofnun okkar félags.

6.2.07
Unnar - www
ritaði þetta kl. 13:11
Tölvu- og Internetnotkun barna og unglinga.

Í fréttablaðinu í dag er grein sem um tölvu- og netnotkun barna. Þar kemur fram að sumir foreldar banni börnum sínum að umgangast Internetið. Ég held því miður að þetta sé annsi algengt. Ég vann varkefni nýlega í skólanum sem studdi þetta. Ég ætla ekki að fara að taka nein dæmi úr verkefninu mínu enda skipta einstaka viðbrögð foreldrar ekki máli. Mín skoðun er sú að sumir foreldrar banni aðgang í skjóli vanþekkingar sinnar og eða vegna þess að þeir hreinlega gefi sér ekki tíma til að skoða þessi atriði með börnum sínum.
Heimili og skóli heldur úti vefnum saft.is sem er í sjálfu sér mjög fínn vefur. Ég velti hinsvegar fyrir mér hverju hann skilar. Ég ætla að þeir foreldrar sem á annað borð eru vakandi fyrir því sem getur gerst og eða gerist á Internetinu séu þeir sem skoði vefinn. Hinir sem í raun þyftu að kynnast málinu betur þekki ekkert til hans. Maður veltir fyrir sér hvað hægt er að gera til að bæta úr þessu. Mér er ekki kunnugt um hvað Heimili og skóli er að gera í að kynna málið en það eina sem ég hef séð frá þeim undanfarið er auglýsingin um drengin sem setur á netið leiðinlega fullyrðingu um vin sinn. Kemur nægilega fram þar hver auglýsir? Ég þurfti sérstaklega að gá að því og var Og Vodafone mest áberandi í auglýsingunni og taldi ég fyrst að þetta væri aðalega þeirra framlag.
Ég á ekki svar við þessum spurningum enda er ekki mitt hlutverk að svara þeim.

30.1.07
Unnar - www
ritaði þetta kl. 08:41
Loka verkefni og heimildaöflun.

Ég var að velta fyrir mér hvort mundum setja hér inn á vefin pælingar okkuar með lokaverkefnið og gætum hugsanlega miðlað heimildum hér. Við erum eflaust öll á kafi í lestri þannig að við komumst yfir helling af efni.
Verkefnið mitt fjallar um hvernig tekið er á móti ungmennum af erlendum uppruna í skipulagt tómstundastarf. Mig vantar því allar heimildir sem ég get komist yfir um útlendinga, útlendinga og tómstundir, tómstundir, útlendinga og klíkumyndanir og svo mætti lengi telja. Ef þið vitið um eitthvað sem ég gæti kíkt á yrði ég mjög ánægður.

2.10.06
Unnar - www
ritaði þetta kl. 12:08
Tillaga um útskriftarferðar kosningu.

Ég var að velta fyrir mér hvort við höfum þetta svolítið spennó. Hver og einn sendir á ákveðinn aðila topp þrjá staði sem hann/hún vill heimsækja. Gefum okkur að ég vildi helst fara til Færeyja mundi ég setja það efst á listan og kannski Grænland í annað sæti og Tonga í það þriðja. Þá fengju Færeyjar 3 stig osfr. Þessu verði td. gefinn mánaðar tími.
Þegar mánuðurinn er liðinn verður sett upp könnun hér á vefnum þar sem hægt verður að kjósa um top 5 löndin og svo verður farið að kanna hvað hægt er að gera.
Ég gæti tekið að mér að halda utanum þessa kosningu ef þið eruð til í þetta.





Unnar - www
ritaði þetta kl. 09:35
Usss usss

Það er orðið annsi langt síðan við höfum komið með færlsur hérna.
Ég ætla að skella mér í smá tiltekt á síðunni, enda hefur eitthvað fækkað í hópnum hjá okkur.
Nú fer að styttast í það að náminu okkar fari að ljúka og flestir hafa mjög blendnar tilfinningar til þess. Ég held að við þurfum að fara að hugsa um útskriftarferð hvað að hverju.

3.8.04
Unnar - www
ritaði þetta kl. 00:31
Stundaskrá.

Ég vil bara minna á að stundaskráin er komin á netið

3.6.04
Nafnlaus - www
ritaði þetta kl. 00:42
I´m back

Ég var búinn að gleyma öllum lykilorðum og þess háttar en er vonandi búinn að balsa mig í gegnum þetta aftur með diggum stuðning frá undradrengnum Unnari og það verður spennandi að sjá hvort þessi skilaboð koma inn á síðuna.
Annars er allt gott að frétta nema kannski orðinn nokkuð óþólinmóður eftir einkunnum úr Samskiptum en þær hljóta að koma. Er að fara í Látravík á morgun og verð yfir helgina þannig að ég kemst ekki í Heiðmerkur grillið. Snökt snökt
Verð bara að grilla fyrir vestan. En ég hugasa til ykkar þegar ég klíf hafflötinn á sjóskíðum. Eða þegar Fíllinn ælir á mig þegar ég klíf Látrabjarg. Annars hafið þið það gott um helgina bless að sinni Kv Helgi

28.4.04
Nafnlaus - www
ritaði þetta kl. 13:31
Komin inn á bloggið... :)

Kv. Eva

Nemendur á Tómstunda- og félagsmálabraut við Kennaraháskóla Íslands 2003-2007 Blogga!

Bekkjarfélagar
Andri
Guðbjörg
Halla
Helgi
Hjördís
Laufey
Ólöf
Selma
Silla
Steindór
Unnar
Unnur Björk

Hlekkir
Skólinn okkar
Ugla
WebCt

Nemendur sem hafa dottið af lestinni.
Þeirra er sárt saknað
Andri S
Aldí­s
Brynhildur
Eva
Guðrún ósk
Hafsteinn
Helga Margrét
Helga Vala
Hjálmar
Jóhanna
Lára
Margrét
Simmi
Steinar
Stulli
Svava
Unnur Ósk

Eldra
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 /


Knúið af Blogger